Eignasöfn

Staða og þróun í sameign og séreign

  • Eign til greiðslu lífeyris

    1256
    milljarðar króna
  • Afkoma eignasafna

    103
    milljarðar
  • Raunávöxtun

    0.5%

    Nafnávöxtun 2023 8,6%

Fimm eignasöfn

Eignasöfn sjóðsins eru fimm, eitt eignasafn fyrir sameignardeild og fjögur fyrir séreignardeildir. Eignir safnanna námu 1.173 milljörðum króna í árslok 2022. Eignasöfn LV eru fimm talsins, eitt fyrir sameignardeild og fjögur fyrir séreignardeildir.

Hrein eign LV til greiðslu lífeyris nam 1.287 milljörðum kr. í árslok 2023. Eignasöfnin hafa stækkað jafnt og þétt síðustu ár ef frá er talið árið 2022 þegar aðstæður á fjármálamörkuðum voru erfiðar. Vöxtinn má einkum rekja til góðrar ávöxtunar en samanlagður hagnaður (fjármunatekjur) undanfarin tíu ár nema ríflega 736 milljörðum króna sem samsvarar til um helmings af eignum sameignardeildar í árslok 2023.

Sameignardeild

Sameignardeild LV er stærsta eignasafn lífeyrissjóðsins. Eignunum er ætlað aðstanda undir lífeyrisgreiðslum í formi ævilangs lífeyris og áfallalífeyris. Hrein eign safnsins til greiðslu lífeyris nam ríflega 1.256 milljörðum kr. í árslok 2023 og fjárfestingartekjur á árinu námu tæplega 101 milljarði kr.

Þrátt fyrir talsvert betri afkomu en árið áður reyndist árið 2023 krefjandi á eignamörkuðum eins og rakið er í kaflanum um verðbréfamarkaði 2023 og horfur en markaðir réttu þó úr sér undir lok árs. Sjá má að hrein nafnávöxtun sameignardeildar hefur almennt verið jákvæð undanfarin tíu ár að undanskildu árinu 2022 og voru árin 2019 og 2021 ein þau bestu í sögu sjóðsins.

Myndin hér að neðan sýnir samanburð á ávöxtun eignaflokka á milli áranna 2022 og 2023. Talsverður viðsnúningur varð á ávöxtun hlutabréfa safnsins á milli ára þar sem innlend hlutabréf skiluðu neikvæðri ávöxtun um 11,7% árið 2022 en jákvæðri ávöxtun um 0,12% á árinu 2023. Erlend hlutabréf skiluðu neikvæðri ávöxtun um 9,2% árið 2022 en ávöxtun var jákvæð um 13,4% árið 2023.

Myndin hér að neðan sýnir framlag einstakra eignaflokka til ávöxtunar án kostnaðar. Framlag
erlendra hlutabréfa til ávöxtunar ársins vó mest en framlag allra eignaflokka var jákvætt á árinu, ólíkt árinu á undan þegar innlend og erlend hlutabréf höfðu neikvæð áhrif á ávöxtun sjóðsins.

Nánari upplýsingar má sjá í kafla III Eignasöfn í árs-og sjálfbærniskýrslu 2023.

Ávöxtun sameignardeildar

MeðalávöxtunNafnávöxtunRaunávöxtun
5 ár10.8%4.8%
10 ár8.7%4.8%
20 ár9.2%4.1%
Ávöxtun 20238.6%0.5%
Yfirlit yfir hreina ávöxtun, rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá fjárfestingartekjum

Séreignardeildir

Réttindadeildir fyrir séreignarsparnað eru tvær. Annars vegar B-­deild fyrir almenna séreign og hins vegar C­deild fyrir tilgreinda. Eignir séreignardeilda eru ávaxtaðar í fjórum ávöxtunarleiðum: Ævileið I, Ævileið II, Ævileið III og Verðbréfaleið. Ævileiðirnar voru stofnaðar árið 2017. Verðbréfaleið hefur verið starfsrækt frá 1999 en tekur ekki lengur við nýjum samningum. Eignir í séreignardeildum námu 31 milljarði króna í lok árs 2023 en voru 27 milljarðar króna í árslok 2022. Nánari upplýsingar um hverja ávöxtunarleið er að finna í fjárfestingarstefnu sjóðsins.

Verðbréfaleið

Fjárfestingarstefna Verðbréfaleiðar endurspeglar fjárfestingarstefnu sameignardeildar LV. Hrein nafnávöxtun Verðbréfaleiðar á árinu 2023 var 8,6%. Hrein meðalraunávöxtun síðustu fimm ára er 4,8%. Helstu breytingar í fjárfestingarstefnu LV fyrir árið 2024 er aukið vægi erlendra skuldabréfa í safni og minna vægi erlendra hlutabréfa eins og sjá má í fjárfestingarstefnu LV á heimasíðu sjóðsins.

Ævileið I

Fjárfestingarstefna Ævileiðar I heimilar fjárfestingu m.a. í hlutabréfum og skuldabréfum, skráðum og óskráðum, hlutdeildarskírteinum sjóða, innlánum og öðrum fjármálagerningum. Stefnt er að því að vægi erlendra eigna sé um 30% af heildareignum Ævileiðar I. Þessi leið hentar þeim sem eru að ávaxta séreignarsparnað til lengri tíma en markmiðið er að skila góðri langtímaávöxtun að teknu tillit til áhættu með skilvirkri eignadreifingu. Hrein nafnávöxtun Ævileiðar I var jákvæð um 7,2% í árslok 2023.

Þrátt fyrir neikvæða ávöxtun árið 2022 sem rakin var að mestu til neikvæðrar afkomu hlutabréfamarkaða hefur ávöxtun leiðarinnar verið jákvæð síðustu ár. Samkvæmt fjárfestingarstefnu 2024 er stefnt að því að safnið skiptist í 40% hlutabréf og 60% skuldabréf og hefur vægi skuldabréfa verið hækkað frá fyrri stefnu.

Ævileið II

Ævileið II horfir einkum til meðallangs tíma við ávöxtun fjármuna að teknu tilliti til áhættu. Hún hefur heimild til að fjárfesta m.a. í hlutabréfum og skuldabréfum, skráðum og óskráðum, hlutdeildarskírteinum sjóða, innlánum og öðrum fjármálagerningum. Nafnávöxtun Ævileiðar II var jákvæð um 6% árið 2023.

Samkvæmt fjárfestingarstefnu 2024 minnkar vægi hlutabréfa lítillega og er stefnt að því að þau nemi ríflega fimmtungi af safninu og skuldabréf um 80%. Markmið leiðarinnar er að um 15% heildareigna hennar fari í fjárfestingar erlendis. Stefnan er að draga úr vægi erlendra hlutabréfa í Ævileið II eins og í Ævileið I, Verðbréfaleið og sameignardeild og auka vægi innlendra hlutabréfa og erlendra skuldabréfa.


Ævileið III

Áhætta Ævileiðar III er takmörkuð við samsetningu skuldabréfa og innlána. Markmið safnsins er að varðveita áunna eign en skila um leið jákvæðri raunávöxtun. Ævileið III horfir til meðallangs eða skemmri tíma við ávöxtun að teknu tilliti til áhættu. Hrein nafnávöxtun Ævileiðar III var jákvæð um 6% á árinu 2023.

Samkvæmt fjárfestingarstefnu fjárfestir Ævileið III í skuldabréfum, hlutdeildarskírteinum og innlánum. Stefnt er að því að 80% safnsins séu í skuldabréfum og 20% í innlánum eða lausafjársjóðum. Hlutabréf eru ekki hluti af fjárfestingarmengi Ævileiðar III.

Nánari umfjöllun leiðarljós við stýringu eignasafna og innlenda og erlenda fjármálamarkaði má finna í kafla III Eignasöfn í árs- og sjálfbærniskýrslu.

Árs- og sjálfbærniskýrsla 2023

Lífeyrir

Árs- og sjálfbærniskýrsla 2023

Ábyrgar fjárfestingar