Helstu forsendur við útreikning á fjármagnaðri losun
LV leggur áherslu á notkun endurskoðaðra gagna fyrir greiningu losunar gróðurhúsalofttegunda í svonefndu umfangi 1, 2 og 3 frá útgefendum í fyrsta forgangi en styðst þó við önnur gögn við útreikninga þar sem það þykir nauðsynlegt. Í þeim tilfellum er gerður skýr greinarmun á gæði gagna. Útreikningar miðast við lokastöðu eignasafns sameignardeildar 31. desember 2022 enda eru gögn um losun ekki aðgengileg fyrir lok árs 2023 við útgáfu ársreiknings LV. Þessir útreikningar ná til allrar útgáfu innlendra félaga sem eru skráð á aðalmarkað og telur sá hluti til 18,5% af eignasafni sameignardeildar miðað við árslokastöðu 2022.
Heildarkolefnislosun og fjármögnuð kolefnislosun12 verðbréfa skráðra íslenskra útgefanda á aðalmarkaði í eignasafni sameignardeildar LV 2018-2022. Umfang 1, 2 og 3. Mælt í tonnum af kolefnisígildum.
Fjármögnuð kolefnislosun stóð í 49.256 tCO2í í árslok 2022. Heildarkolefnislosun mæld út frá hlutfalli eignarhlutar og markaðsverðmæti í hverju félagi fyrir sig samkvæmt skilgreiningu TCFD fylgir með til samanburðar. Losunin hefur farið minnkandi síðan 2018 og haldist tiltölulega stöðug undanfarin tvö ár. Ástæðan fyrir miklum samdrætti heildarkolefnislosunar frá 2019 til 2020 má rekja til COVID19 faraldursins og áhrifa færri flugferða (og þar af leiðandi minni losunar) Icelandair á þeim tíma. Þá er eignarhald LV í Icelandair hlutfallslega minna nú en fyrir faraldurinn sem útskýrir að hluta til af hverju fjármögnuð losun hefur ekki aukist seinustu ár, en bæði meðallosun og heildarlosun skráðra innlendra félaga á markaði hefur aukist undanfarin ár.
Losunarkræfni og kolefnisfótspor eignasafns sameignardeildar LV vegna innlendra skráðra félaga.
Sambærilega þróun má sjá á losunarkræfni og kolefnisfótspori eignasafnsins. Þegar litið er til losunarkræfni er gagnlegt að bera saman mismunandi reikniaðferðir og lítur sjóðurinn því bæði til losunarkræfni skv. TCFD (e. weighted average carbon intensity) sem var 0,68 tCO2/mISK í lok árs 2022 og losunarkræfni skv. PCAF (e. economic emission intensity) sem var 0,19 tCO2/mISK í lok árs 2022. Fyrri aðferðafræðin veitir fyrst og fremst vísbendingu um útsetningu eignasafns fyrir kolefnisfrekum fyrirtækjum en sú síðarnefnda veitir vísbendingu um fjármagnaða losunarkræfni, þ.e. heildarlosun útgefenda í hlutfalli við bókfært virði fjárfestinga eignasafnsins.
Athygli vekur að stökk verður í losunarkræfni í lok árs 2021 þar sem nokkur félög hófu birtingu á gögnum um umfang 3 á þeim tíma. Það hefur hlutfallslega meiri áhrif samanborið við tekjur félagsins skv. skilgreiningu TCFD þar sem hlutfallið hækkar úr 0,45 í 0,91 heldur en verðmæti fyrirtækis að meðtöldu handbæru fé (EVIC) skv. skilgreiningu PCAF þar sem hlutfallið lækkar úr 0,25 í 0,20.
Losunarkræfni verðbréfa skráðra íslenskra útgefanda á aðalmarkaði í eignasafni sameignardeildar LV 2018-2022 skv. skilgreiningu TCFD (e. Weighted Average Carbon Intensity (WACI). Umfang 1, 2 og 3. Mælt í tonnum af kolefnisígildum á hverja milljón aflaðra tekna undirliggjandi útgefenda. Myndin sýnir útsetningu eignasafns fyrir kolefnisfrekum fyrirtækjum.
Losunarkræfni skráðra íslenskra útgefanda í eignasafni LV 2018-2022 skv. skilgreiningu PCAF (e. economic emission intensity ). Umfang 1, 2 og 3. Mælt í tonnum af kolefnisígildum á hverja milljón fjárfest í undirliggjandi útgefanda. Myndin sýnir heildarlosun útgefenda í hlutfalli við bókfært virði fjárfestinga eignasafnsins.
Kolefnisfótspor skráðra íslenskra útgefenda í eignasafni LV 20182022 var 594 tCO2/maISK fjárfest í lok árs 2022 og hefur farið lækkandi frá því í lok árs 2018 en kolefnisfótspor er reiknað sem heildarkolefnislosun í hlutfalli við hvern milljarð sem fjárfest er fyrir í eignasafninu.
Mikilvægt er að árétta að líkt og áður er komið fram er aðeins litið til skráðra innlendra félaga í eignasafni sjóðsins í þessum útreikningum.
Kolefnisfótspor (e. carbon footprint) verðbréfa skráðra íslenskra útgefenda á aðalmarkaði í eignasafni sameignardeildar LV 2018-2022. Umfang 1, 2 og 3. Kolefnislosun mæld í tonnum af kolefnisígildum fyrir hvern milljarð sem fjárfest er fyrir.
Hlutdeild og útsetning í kolefnistengdum eignum
Tilteknar atvinnugreinar eru háðar kolefnisfrekri starfsemi og getur því verið gagnlegt að líta til losunar þeirra við kortlagningu á útsetningu eignasafnsins fyrir kolefnistengdum eignum skv. skilgreiningu TCFD (e. exposure to carbonrelated assets).
Hlutfall kolefnistengdra eigna fer vaxandi í eignasafni LV þar sem sjávarútvegur vegur þyngra í eignasöfnum í lok árs 2022 en árin áður. Þó að útsetning hafi aukist frá 2018 í milljörðum króna talið, þá hefur útsetning hlutfallslega minnkað úr 43,5% í 34,8% þegar litið er á eignasöfnin í heild. Sömuleiðis fer útsetning fyrir kolefnistengdum eignum í flug og ferðaþjónustu minnkandi á milli ára líkt og áður hefur komið fram.
Útsetning fyrir kolefnistengdum eignum (atvinnugreinar) skráðra íslenskra útgefenda í eignasafni sameignardeildar LV 2018-2022. Samanburður á bókfærðu virði fjárfestinga í mö. kr. bókfærðu virði fjárfestinga sem prósentuhlutfalls af heildarvirði skráðra innlendra félaga í eignasafni LV.
Þrátt fyrir að útsetning kolefnistengdra eigna hafi aukist í krónum talið hefur fjármögnuð losun LV í kolefnisfrekum atvinnugreinum, þ.e. þeim atvinnugreinum sem eru taldar hvað mest útsettar fyrir kolefnislosun, minnkað mikið frá árinu 2018 og stendur í 32.892 tCO2í (67% af fjármagnaðri losun skráðra innlendra félaga í safni LV) í árslok 2022 samanborið við 84.485 tCO2í (97%) í árslok 2018.