Þetta er Lífeyrissjóður verzlunarmanna

  • Fjöldi sjóðfélaga

    189
    þúsund

    Fjöldi launagreiðanda 11 þúsund

  • Lífeyrisiðgjöld

    50
    milljarðar

    Sameign 46,5 milljarðar

    Séreign 3,5 milljarðar

  • Lífeyrisgreiðslur

    40.3
    milljarðar til 27 þúsund sjóðfélaga

    Ævilöng eftirlaun 31,2 milljarðar

    Örorkulífeyrir 6,1 milljarðar

    Maka- og barnalífeyrir 1,7 milljarður

    Séreign 1,3 milljarður

  • Starfsmenn & stjórn

    60
    starfsmenn

    Konur 54%

    Karlar 46%

    Stjórnarmenn 8

    Konur 50%

    Karlar 50%

  • Þjónusta

    26912
    símtöl

    Heimsóknir til ráðgjafa 4.437

    Heimsóknir á sjóðfélagavef 149.462

    Heimsóknir á live.is 261.463

  • Lán

    20.5
    milljarðar

    Fjöldi lána afgreidd á árinu 826

    Meðalfjárhæð lána 24,8 milljónir

  • Sameignardeild

    7.3%
    Raunávöxtun

    5 ára árleg raunávöxtun 3,3%

    10 ára árleg raunávöxtun 4,6%

  • Eignasöfn

    1458
    milljarðar

    Sameign 1.420 milljarðar

    Séreign 37 milljarðar

    Afkoma eignasafna 162 milljarðar

  • Eignir

    45000
    eignir

    Eignir í 87 löndum

  • Dreifing eigna sameignardeildar

    50%
    Ísland

    Evrópa án Íslands 9%

    Norður-Ameríka 37%

    Aðrir heimshlutar 4%

  • Eignasamsetning sameignardeildar

    37.8%
    erlend hlutabréf

    Veðskuldabréf og fasteignatengd verðbréf 18,8%

    Innlend hlutabréf 13,5%

    Ríkisskuldabréf 11,1%

    Erlend skuldabréf 11,9%

    Innlent laust fé 0,7%

  • Nafnávöxtun séreignar

    12.4%
    Verðbréfaleið

    Ævileið I 12,4%

    Ævileið II 10,3%

    Ævileið III 8,2%

Stóra myndin af starfsemi LV

Myndin sýnir hvernig iðgjald frá launamanni og launagreiðanda vex með fjárfestingu í atvinnulífinu og fjármagnar starfsemi ríkis og sveitarfélaga. Sparnaðurinn og ávöxtun hans verður að lífeyri sem greiðist til æviloka og fjárhagslegri vernd vegna áfalla.

Við fráfall fer hluti réttinda sjóðfélagans til maka hans og barna. Við örorku er greiddur örorkulífeyrir. Aukin þjónusta felst í húsnæðislánum til sjóðfélaga og ávöxtun séreignarsparnaðar sem fjölgar valkostum við starfslok.

Smelltu til að skoða myndina í fullri stærð

Fjárfestingarumhverfi 2024

Hér er stiklað á stóru um þróun í ytra umhverfi og innri starfsemi.

  • Fjárfestingarumhverfi

    Eftir áratug af lágvaxtaumhverfi og lítilli verðbólgu varð viðsnúningur árið 2021 í kjölfar árásar Rússa á Úkraínu. Áframhaldandi átök í heiminum hafa leitt af sér umrót á alþjóðlegum hrávöru­ og orkumörkuðum með tilheyrandi verð­ og vaxtahækkunum og óvissa ríkir.

  • Innlendir markaðir

    Fjárfestingarumhverfi sjóðsins var hagfellt á árinu 2024 eins og sést af góðri ávöxtun eignasafna. Innanlands tók verðbólga að hjaðna og samhliða því hófst vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands með tveimur vaxtalækkunarákvörðunum undir lok árs.

    Innlend skuldabréf skiluðu góðri ávöxtun. Þá tóku innlend hlutabréf við sér seinni hluta árs og skiluðu umtalsvert betri afkomu en árið á undan.

  • Erlendir markaðir

    Erlendis var sömu sögu að segja. Hagvöxtur í Bandaríkjunum reyndist kröftugri en búist var við og seðlabankinn þar í landi lækkaði vexti á árinu. Vaxtalækkun átti sér einnig stað á evrusvæðinu. Erlend skuldabréf sveifluðust töluvert í verði á árinu vegna framvindu efnahagsmála og enduðu árið nálægt 0% ávöxtun.

    Aðra sögu er að segja um erlend hlutabréf sem áttu, líkt og á árinu 2023, feikigott ár sé horft til heimsvísitölu hlutabréfa en ávöxtun í Bandaríkjunum var einkum drifin áfram af tæknifyrirtækjum líkt og árið áður.

Þróun í starfseminni

Hér er stiklað á stóru um þróun í ytra umhverfi og innri starfsemi.

  • Nýtt iðgjaldakerfi og fyrirtækjavefur

    Nýtt grunnkerfi fyrir skráningu iðgjalda og nýr fyrirtækjavefur voru tekin í gagnið í september. Breytingin er fyrsta skrefið í endurnýjun tæknilegs umhverfis iðgjalda og skilagreina hjá sjóðnum.

  • Aukin ráðgjöf og miðlun upplýsinga

    Í febrúar hófum við að bjóða sjóðfélögum að bóka tíma með ráðgjafa á live.is. Að jafnaði eru um 100 bókaðir tímar á mánuði. Tveir þriðju velja ráðgjöf vegna lífeyrismála en um þriðjungur bókar vegna lánamála.

    Á haustmánuðum fóru fyrstu bréfin til sjóðfélaga í pósthólf þeirra á island.is. Innan skamms verða öll bréf send í pósthólfið sem eykur bæði öryggi og hagkvæmni.

    Í desember voru kynnt yfirlit til sjóðfélaga sem eru alltaf uppfærð og lifandi á Mínum síðum.

  • Vöruþróun lána

    Hámarkslán voru hækkuð í 90 milljónir króna til að mæta hækkun á fasteignamarkaði undanfarin ár.

    Fyrstu kaupendur eiga nú kost á 85% lánshlutfalli og þurfa aðeins að hafa greitt einu sinni til sjóðsins til að fá lánsrétt.

Laga- og regluumhverfi

Hér er stiklað á stóru um þróun í ytra umhverfi og innri starfsemi.

  • Hæstiréttur staðfestir lögmæti réttindabreytinga

    Hæstiréttur staðfesti í nóvember 2024 lögmæti breytinga á samþykktum sjóðsins sem tóku gildi í ársbyrjun 2023. Með þeim var brugðist við hækkandi lífaldri sjóðfélaga. Dómstóllinn tók undir þau sjónarmið sjóðsins að þar sem áhrif breytinga á lífslíkum væru mismunandi eftir árgöngum væri sjóðnum heimilt að breyta mánaðarlegri fjárhæð áunninna réttinda mismikið eftir aldri. Það er að lækka þau meira hjá þeim yngri en þeim sem eldri eru enda lengist vænt ævi þeirra yngri meira og allir árgangar halda óbreyttum áætluðum verðmætum heildarréttinda sinna fyrir og eftir breytingarnar.

    Sjá nánar í kafla II um lífeyrisafurðir og í skýrslu stjórnar.

  • Auknar heimildir til fjárfestinga í leigufélögum

    Alþingi samþykkti á árinu lög um breytingar á lögum nr. 129/1997 um lífeyrissjóði sem auka svigrúm lífeyrissjóða til fjárfestinga í hlutafé og skuldabréfum fyrirtækja sem hafa það að meginstarfsemi að leigja íbúðarhúsnæði til einstaklinga í langtímaleigu.

    Á árinu fjárfesti LV í um fimmtungshlut í Íveru íbúðafélagi sem býður einstaklingum upp á langtímaleigu.

  • PAI-reglugerð leidd í lög

    Á árinu innleiddi Seðlabanki Íslands með reglum nr. 1023/2024 reglur framkvæmdastjórnar ESB nr. 2022/1288 varðandi upplýsingaskyldu samkvæmt reglugerð (EU) 2019/2088 (PAI-reglugerð) um sjálfbærniupplýsingar fyrirtækja (SFDR – Sustainable Finance Disclosure Regulation).

    LV stefnir að því að stíga fyrsta skrefið á árinu 2025 og birta hluta upplýsinga samkvæmt PAI- reglugerðinni í júní 2025 fyrir árið 2025 og ná því marki að birta upplýsingar að fullu árið 2027 vegna ársins 2026.

Viðskiptalíkan LV

Myndin sýnir auðlindir (framleiðsluþætti) sem starfsemi LV byggist á og virðisauka sem hún skapar. Ferlið er hringrás framleiðsluþátta, starfsemi og virðisauka.

Skoða

5 ára lykiltölur

Sækja skjal

Árs- og sjálfbærniskýrsla 2024

Um starfsemina