Grundvöllur starfsemi: LV starfar á grundvelli starfsleyfis fjármálaráðherra í samræmi við lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum, og samþykktum sjóðsins.
Aðild að LV: Sjóðurinn er opinn öllum þeim sem starfskjör byggja á kjarasamningi VR, félagsmönnum annarra félaga verslunarmanna og sjálfstæðum atvinnurekendum og þeim sem ekki byggja ráðningarbundin starfskjör sín á kjarasamningi annarra.
Grunnþættir í viðskiptalíkani: Viðskiptalíkan sjóðsins byggir á því meginhlutverki hans, samkvæmt framangreindum lögum og samþykktum sjóðsins, að
- taka á móti iðgjöldum sjóðfélaga sem mynda grundvöll réttinda.
- ávaxta eignir sjóðsins í sameignar- og séreignardeildum.
- greiða út ævilangan lífeyri vegna aldurs, áfallalífeyri í formi örorkulífeyris til sjóðfélaga og barna þeirra, sem og maka- og barnalífeyri vegna fráfalls sjóðfélaga.
- greiða út séreignarlífeyri vegna aldurs, örorku eða fráfalls.
Þá eru sjóðfélögum veitt sjóðfélagalán í formi fasteignaveðlána í samræmi við lánareglur á hverjum tíma.
Samfélagsleg áhrif og fjölþættir framleiðsluþættir LV: Meginhlutverk LV er að greiða sjóðfélögum lífeyri á grundvelli iðgjalda sem greidd eru til sjóðsins. Í því skyni rekur sjóðurinn þrjár deildir fyrir réttindi: sameignardeild, séreignardeild fyrir almenna séreign og séreignardeild fyrir tilgreinda séreign.