Viðskiptalíkan

Hvernig skapar LV virði?

Grundvöllur starfsemi: LV starfar á grundvelli starfsleyfis fjármálaráðherra í samræmi við lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum, og samþykktum sjóðsins.

Aðild að LV: Sjóðurinn er opinn öllum þeim sem starfskjör byggja á kjarasamningi VR, félagsmönnum annarra félaga verslunarmanna og sjálfstæðum atvinnurekendum og þeim sem ekki byggja ráðningarbundin starfskjör sín á kjarasamningi annarra.

Grunnþættir í viðskiptalíkani: Viðskiptalíkan sjóðsins byggir á því meginhlutverki hans, samkvæmt framangreindum lögum og samþykktum sjóðsins, að

  • taka á móti iðgjöldum sjóðfélaga sem mynda grundvöll réttinda.
  • ávaxta eignir sjóðsins í sameignar- og séreignardeildum.
  • greiða út ævilangan lífeyri vegna aldurs, áfallalífeyri í formi örorkulífeyris til sjóðfélaga og barna þeirra, sem og maka- og barnalífeyri vegna fráfalls sjóðfélaga.
  • greiða út séreignarlífeyri vegna aldurs, örorku eða fráfalls.

Þá eru sjóðfélögum veitt sjóðfélagalán í formi fasteignaveðlána í samræmi við lánareglur á hverjum tíma.

Samfélagsleg áhrif og fjölþættir framleiðsluþættir LV: Meginhlutverk LV er að greiða sjóðfélögum lífeyri á grundvelli iðgjalda sem greidd eru til sjóðsins. Í því skyni rekur sjóðurinn þrjár deildir fyrir réttindi: sameignardeild, séreignardeild fyrir almenna séreign og séreignardeild fyrir tilgreinda séreign.

LV greiddi á árinu yfir 22 þúsund sjóðfélögum lífeyri og fer þeim fjölgandi.

Lífeyrisgreiðslur frá sjóðnum eru í mörgum tilvikum veigamikill grundvöllur framfærslu sjóðfélaga eftir starfslok og mikilvæg afkomuvernd fyrir eftirlifandi maka og börn þegar sjóðfélagi fellur frá. Sjóðurinn stýrir einnig fjórum eignasöfnum fyrir sameign og séreign. Verðmæti eignasafna nam 1.173 milljörðum króna í lok árs 2022. Af því leiðir að rekstur sjóðsins hefur áhrif á fjölda hagaðila og marga þætti samfélagsins.

Til að lýsa samverkandi þáttum í starfsemi skipulagsheilda hafa verið skilgreindar lykilauðlindir eða fjölþættir framleiðsluþættir (e. multi capitals) í rekstri LV sem stuðla að verðmætasköpun.

Árið 2020 voru heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun greind með tilliti til starfsemi sjóðsins og hafa áherslumarkmið LV nú verið tengd við heimsmarkmiðin. Þá var í upphafi árs 2022 gerð könnun meðal sjóðfélaga, starfsfólks og stjórnarmanna á viðhorfi til sjálfbærni í starfsemi LV í tengslum við starfsemi sjóðsins.

Niðurstöður greiningar eru nýttar til að tengja saman áherslur í rekstri LV og inntak heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun. Sett eru stefnumótandi markmið með tilliti til heimsmarkmiðanna þar sem litið er til allra þátta sjálfbærni; efnahagslegrar hagsældar, samfélagslegrar velsældar og ábyrgrar nýtingar náttúruauðlinda.

Markmiðið er að tengja reksturinn og áhersluatriði í heimsmarkmiðunum saman með mælanlegum hætti.

Viðskiptalíkan LV byggir á fyrirmyndum í leiðbeiningum „Integrated Reporting Framework“.

Starfsemi LV

Myndin sýnir auðlindir (framleiðsluþætti) sem starfsemi LV byggir á og virðisauka sem hún skapar. Ferlið er hringrás framleiðsluþátta, starfsemi og virðisauka.

Viðskiptalíkan

Áherslur í rekstri

Markmiðið er að tengja reksturinn og áhersluatriði í heimsmarkmiðunum saman með mælanlegum hætti.

  • Efla lífsgæði og grunnþarfir

    • Efla jafna stöðu kynja og jöfn tækifæri
    • Styðja við heilsu og öryggi starfsfólks
    • Efla þekkingu og færni starfsfólks
    • Leggja áherslu á aðgengi upplýsinga fyrir sjóðfélaga
    • Innleiða stefnu og aðferðafræði fyrir greiningu á UFS þáttum í fjárfestingaferli og umsýslu eignasafna
  • Góð atvinna og nýsköpun

    • Fylgjast með þróun sem leiðir af breyttri samfélagsgerð
    • Efla nýsköpun í vöruúrvali / þjónustuleiðum sjóðfélaga
    • Auka áherslu á eignir sem styðja við nýsköpun, aukna sjálfbærni og ábyrgari virðiskeðju.

  • Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og loftlagsmál

    • Styðja við sjálfbærni við kaup á aðföngum
    • Áhersla á að draga úr gróðurhúsalofttegundum tengdum rekstri
    • Auka áherslu eignasafna á sjálfbæra nýtingu auðlinda, vistkerfa og stöðuguleika í loftslagsmálum
  • Samvinna

    • Efla samstarf við haghafa um sjálfbæra þróun
    • Efla samstarf um ábyrgar fjárfestingar og samþættingu UFS greininga í fjárfestingaferli