Um sjálfbærni í starfseminni

Staðan, áskoranir, vegferðin, áhersluverkefni og UFS upplýsingar

Sjálfbærni í starfseminni

Í ár er stigið ákveðið skref í samþættingu upplýsinga um sjálfbærni sjóðsins við aðra upplýsingagjöf í Árs- og sjálfbærniskýrsla. Þannig gefur sjóðurinn í fyrsta sinn út samþætta skýrslu (e. integrated reporting). Fyrsta skýrsla sjóðsins 2020 var sérstök samfélagsskýrsla með upplýsingum um umhverfis- og samfélagsþætti vegna starfsársins 2019 og fyrir starfsárið 2020 var gefin út sérstök sjálfbærniskýrsla. Í skýrslu vegna ársins 2021 var einnig gefin út sérstök sjálfbærniskýrsla sem var sameinuð ársskýrslu sjóðsins í sérstökum kafla.

Sjálfbærni

Hugtakið sjálfbærni getur verið margþætt hugtak en með sjálfbærni er hér vísað til jafnvægis þriggja grunnstoða sjálfbærni í rekstri; hagnaðar, samfélags og umhverfis. Sjálfbærni felst meðal annars í því að samfélagið geti þróast og mætt þörfum samtímans án þess að dregið sé úr möguleikum komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum.

Umboð

Meginhlutverk LV samkvæmt lögum og samþykktum er að taka við iðgjöldum, ávaxta eignasöfn og greiða út lífeyri. Við mótun sjálfbærni í starfsemi LV er lögð áhersla á að framkvæmdin rúmist innan umboðs sjóðsins og uppfylli umboðsskyldu hans. Fjallað er um framkvæmd áherslna á sjálfbærni í starfsemi sjóðsins í þessum kafla sem og öðrum köflum skýrslunnar eftir því sem við á. Nánari umfjöllun um umboð í þessu sambandi er í sjálfbærniskýrslu LV fyrir árið 2021 á blaðsíðu 46-49.

Um inntak og áherslur á sjálfbærni í rekstri og upplýsingagjöf

LV greinir áherslur á sjálfbærni í starfsemi sinni eftir þremur stoðum, rekstri, lífeyrisafurðum og eignasöfnum.

Efnistök skýrslunnar taka nokkuð mið af því, sbr. umfjöllun í kafla þessum og öðrum köflum skýrslunnar. Í umfjöllun hér að neðan er gerð grein fyrir nokkrum áhersluverkefnum sem varða sjálfbærni í starfsemi sjóðsins með skírskotun til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þar er um almenna skírskotun að ræða en ekki bein og mælanleg áhrif.

Reglur og viðmið

Upplýsingagjöf um svonefndar „ófjárhagslegar“ upplýsingar, sem er í auknum mæli vísað til sem sjálfbærniupplýsinga og hafa í raun verulega fjárhagslega þýðingu, tekur mið af greinum að ákvæðum laga um ársreikninga , einkum greinum 66 og 66-d. Einnig er byggt á greiningu umhverfisþátta, félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS þættir) m.t.t. leiðbeininga Nasdaq. Þá er stuðst við staðla GRI – Global Reporting Initiative og horft til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og Parísarsáttmálans frá 2015 . Við uppbyggingu skýrslunnar er stuðst við leiðbeiningar um samþætta skýrslugerð (e. Integrated Reporting – IR) og horft til mikilvægisgreiningar sem var unnin fyrir gerð sjálfbærniskýrslunnar. Þá er við gerð skýrslu stjórnar og árs- og sjálfbærniskýrslu stuðst við leiðbeiningar reikningsskilaráðs um skýrslu stjórnar, útgefnar 16. febrúar 2022 .

Hvað tilvísun til GRI varðar er vísað til GRI Standards tilvísunartöflu fyrir sjóðinn LV sem fylgir kafla þessum, sem er sett fram í samræmi við „GRI Universal Standards 2021“ og „GRI Topic Standards“ og tekur á atriðum samkvæmt „GRI – Content Index with reference“. LV er þannig með tilvísanir í viðeigandi kafla í árs- og samfélagsskýrslunnar þar sem greint er frá áherslum viðkomandi lykilþátta. Samkvæmt GRI „Content Index with reference“ er ekki gerð krafa af hálfu GRI um að greina frá því hvort allir þættir séu að fullu uppfylltir og ástæðu þess ef svo er ekki, eins og krafa er um samkvæmt GRI „Content Index in accordance“.

Aukin áhersla á samþætta skýrslugjöf (e. integrated reporting) birtist m.a. í því að efniskaflar sem áður voru í sjálfstæðri sjálfbærniskýrslu eru samþættir við umfjöllun í einstökum köflum árs- og sjálfbærniskýrslu. Þar má helst nefna að umfjöllun um:

  • fjölþátta viðskiptalíkan sjóðsins
  • haghafagreiningu, mikilvægisgreiningu og samskipti við haghafa
  • sjálfbæran lífeyri og fjármál sjóðfélaga
  • ábyrgar fjárfestingar og
  • áherslur á sjálfbærni í stefnumótun

er í viðkomandi köflum framar í skýrslunni og þannig samþætt öðru efni hennar.

Þessi vegferð, sem ekki er lokið, er liður í að laga upplýsingagjöf og starfsemi sjóðsins að breyttu starfsumhverfi og þróun regluverks og gefa heildstæða mynd af starfsemi hans hvað sjálfbærniáherslur varðar.

Eftir sem áður eru í kafla þessum m.a. yfirlit yfir verkefni sem tengjast Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, UFS töflur og GRI tilvísunartafla auk umfjöllunar um tiltekna UFS þætti sem varða rekstur sjóðsins.

Áhersluatriði árið 2022 og áskoranir og tækifæri framundan

Í yfirlitinu um verkefni tengd Heimsmarkmiðunum, sem finna má hér neðar, er gerð grein fyrir ákveðnum áhersluverkefnum sem unnið hefur verið að á árinu 2022 og verkefna sem unnið verður áfram að á komandi árum. Þau varða rekstur, lífeyrisafurðir og eignasöfn.

Varðandi áhersluatriði á liðnu ári og áskoranir og tækifæri er vísað til viðkomandi efniskafla í skýrslunni. Þar má glöggt sjá að þó margt hafi áunnist er ýmislegt enn óunnið.

Áfangar í sjálfbærnivegferð

Á árinu 2022 var haldið áfram á sjálfbærnivegferð sjóðsins. Yfirlitið gefur mynd af sjálfbærnivegferð sjóðsins en enn er ýmislegt óunnið og margar áskoranir framundan.

Rekstur LV og UFS þættir

  • Í yfirlitinu er gerð grein fyrir ákveðnum áhersluverkefnum sem unnið hefur verið að á árinu 2022 og verkefna sem unnið verður áfram að á komandi árum. Þau varða rekstur, lífeyrisafurðir og eignasöfn.

  • Á árinu 2022 var haldið áfram á sjálfbærnivegferð sjóðsins. Yfirlitið gefur mynd af sjálfbærnivegferð sjóðsins en enn er ýmislegt óunnið og margar áskoranir framundan.

  • Hér er fjallað um rekstur LV með tilliti til UFS viðmiða; umhverfisþátta, félagslegra þátta og stjórnarhátta. Umfjöllunin byggir meðal annars á UFS leiðbeiningum Nasdaq nr. 2.0, útgefnum í febrúar 2020.

Árs- og sjálfbærniskýrsla 2022

VII. Stjórnarhættir og stjórnun

Ársreikningur

Skýrsla stjórnar