Þetta er Lífeyrissjóður verzlunarmanna

 • Fjöldi sjóðfélaga

  183
  þúsund

  Fjöldi launagreiðanda 9 þúsund

 • Lífeyrisiðgjöld

  423
  milljarðar

  Sameign 39,6 milljarðar

  Séreign 2,7 milljarðar

 • Lífeyrisgreiðslur

  263
  milljarðar til 22 þúsund sjóðfélaga

  Ævilöng eftirlaun 19,3 milljarðar

  Örorkulífeyrir 4,6 milljarðar

  Maka- og barnalífeyrir 1,3 milljarður

  Séreign 1,1 milljarður

 • Starfsmenn & stjórn

  57
  starfsmenn

  Konur 61%

  Karlar 39%

  Stjórnarmenn 8

  Konur 50%

  Karlar 50%

 • Samskipti & þjónusta

  21798
  símtöl

  Heimsóknir 5.501

  Heimsóknir á sjóðfélagavef 97.942

  Heimsóknir á live.is 185.350

 • Lán

  365
  milljarðar

  Fjöldi lána 1.329

  Meðalfjárhæð lána 27,4 milljónir

 • Sameignardeild 2022

  119-%
  Raunávöxtun

  5 ára árleg raunávöxtun 4,9%

  10 ára árleg raunávöxtun 5,3%

 • Eignasöfn

  1173
  milljarðar

  Sameign 1.146 milljarðar

  Séreign 27 milljarðar

  Afkoma eignasafna -41 milljarður

 • Yfir

  6000
  eignir

  Eignir í 178 löndum

 • Dreifing eigna sameignardeildar

  58%
  Ísland

  Evrópa án Íslands 11%

  Norður-Ameríka 25%

  Aðrir heimshlutar 5%

 • Eignasamsetning sameignardeildar

  393%
  erlend hlutabréf

  Veðskuldabréf og fasteignatengd verðbréf 19,0%

  Innlend hlutabréf 17,1%

  Ríkisskuldabréf 14,0%

  Aðrar erlendar eignir 4,3%

  Innlent laust fé 1,0%

 • Nafnávöxtun séreignar 2022

  36-%
  Verðbréfaleið

  Ævileið I -7,9%

  Ævileið II -5,1%

  Ævileið III 1,3%

Stóra myndin

Starfsstöð Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er í Reykjavík en þjónustan aðgengileg víðar í gegnum öfluga stafræna þjónustu og þjónustuver. Sjóðurinn móttekur iðgjöld, veitir upplýsingar og ráðgjöf, ávaxtar eignir og greiðir lífeyri.

Starfsemin varðar afkomuöryggi sjóðfélaga og fjölskyldu hans. Réttindi í lífeyrissjóði eru hluti af ráðningarkjörum starfsfólks. Framlag launagreiðenda til lágmarksframlags er 11,5% en launafólks 4% og til viðbótar er framlag launagreiðenda í séreign allt að 2% á móti allt að 4% framlagi launafólks.


Frá iðgjaldi að lífeyri

Iðgjaldið er ávaxtað á fjármálamörkuðum. Þar fá fyrirtæki fjármögnun til að vaxa og dafna og ráða til sín starfsfólk. Starfsfólk getur þá nýtt launin sín til að afla sér og fjölskyldu sinni matar, húsnæðis og annars sem daglegt líf kallar á. Þau umsvif skapa ríkinu tekjur með sköttum sem fjármagna velferðarkerfið og innviðauppbyggingu samfélagsins. Aðrar fjárfestingar eru oft á tíðum skuldabréf ríkis og sveitafélaga sem fá þannig fé til fjárfestinga.

Iðgjaldið vex með ávöxtun til lengri tíma og er greitt út í ævilöngum lífeyri. Ævilangur lífeyrir þýðir að sjóðfélaginn þarf aldrei að óttast að tæma sparnaðinn þó hann lifi langa ævi.

Áfallavernd

Við fráfall fer hluti réttinda sjóðfélagans til maka hans og barna. Þau fá greiddan lífeyri og mest rennur til þeirra sem eiga ung börn. Makalífeyrir er greiddur í að lágmarki fimm ár og einnig þar til yngsta barn verður 23 ára, auk barnalífeyris til 20 ára aldurs yngsta barns. Sjóðfélagi sem missir heilsuna, og getur ekki unnið fyrir sér og sínum vegna sjúkdóms eða slyss og missir tekjur vegna þess, hefur rétt til örorkulífeyris að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Greiðslur eru háðar því sem greitt hefur verið til sjóðsins, hversu mikið starfsorka er skert og síðast en ekki síst hvort viðkomandi hefur öðlast rétt til framreiknings en þá reiknast örorkulífeyrir eins og sjóðfélagi hafi greitt af sömu launum til 65 ára aldurs. Eftir það tekur við hefðbundinn ævilangur lífeyrir.

Sjóðfélagalán

Sjóðfélagar geta fengið lán til fasteignakaupa hjá sjóðnum. Þegar sjóðurinn lánar út fjármuni sem greiddir hafa verið til sjóðsins, til að standa undir eftirlaunum sjóðfélaga, eru vaxtakjörin miðuð við sambærilega fjárfestingarkosti.

Ævilangur lífeyrir

Ævilangur lífeyrir er hluti launatekna eftir starfslok. Þeim sem vilja auka sparnað sinn býðst góður kostur í valfrjálsum séreignarsparnaði. Sá sem sparar að minnsta kosti 2% launa í séreign fær 2% mótframlag frá launagreiðanda. Þannig tvöfaldast sparnaðurinn um leið og hann hefst. Sparnaðurinn nýtur einnig ákveðins skattahagræðis og má jafnframt nýta til að greiða niður fasteignalán með enn meira skattalegu hagræði og vegna kaupa á fyrstu íbúð.

Til fyrirmyndar

LV hefur áhrif sem stór fjárfestir og sendir þeim skýr skilaboð sem stjórna fyrirtækjum sem fjárfest er í um að sjóðurinn ætlist til góðra stjórnarhátta og góðra áhrifa á félagslega og umhverfislega þætti. Sjóðurinn beitir sér í samtölum við stjórnendur fyrirtækja og ráðstafar atkvæðum sínum á hluthafafundum með gagnsæjum hætti. Sjóðurinn vill vera fyrirmynd og leiðandi í góðum stjórnarháttum sem hafa góð áhrif á samfélagið til framtíðar.

Fjárfestingarumhverfi 2022

Á döfinni á liðnu ári. Hér er stiklað á stóru um nokkra atburði og þróun sem varðar starfsemi LV á árinu.

 • Fjárfestingarumhverfi

  Miklar sviptingar urðu í efnahagsþróun og á fjármálamörkuðum á nýliðnu ári, hér á landi og erlendis. Alþjóðlegur hagvöxtur gaf eftir á seinni hluta ársins 2022 eftir sterka viðspyrnu í kjölfar heimsfaraldursins, og efnahagshorfur til næstu ára fóru versnandi.

 • Sviptingar á fjármálamörkuðum

  Versnandi efnahagshorfur, mikil verðbólga og hækkandi fjármagnskostnaður hafði neikvæð áhrif á fjármálamarkaði. Hlutabréf lækkuðu í Bandaríkjunum, Evrópu og ný­markaðsríkjum og sömuleiðis lækkuðu skuldabréf í verði samhliða hækkandi vaxtastigi.
  Ísland fór ekki varhluta af lakari horfum og lækkuðu hlutabréf og skuldabréf í verði á síðasta ári líkt og víða um heim. Á innlendum skuldabréfamarkaði hefur skapast nokkur óvissa í kjölfar tilkynningar Fjármála­ og efnahagsráðuneytisins um hugsanleg slit á ÍL­sjóði. Framvinda þess máls er enn um margt óljós en til skemmri tíma hefur áhættan aukist.

 • Aukin verðbólga og vaxtahækkanir

  Verðbólga fór hratt hækkandi eftir litla verðbólgu og lága vexti á alþjóðavísu undanfarinn áratug og hefur verðbólga ekki verið meiri í fjóra áratugi í helstu viðskiptalöndum Íslands. Til að mæta síversnandi verðbólguhorfum og spennu á vinnumörkuðum hækkaði vaxtastig mikið á skömmum tíma í helstu iðnríkjum heimsins.

 • Stríðið í Úkraínu

  Innrás Rússa í Úkraínu hafði víðtæk áhrif, til dæmis skapaðist umrót á alþjóðlegum hrávöru­- og orkumörkuðum og aðfangakeðjur víða um heim urðu fyrir frekari skakkaföllum með tilheyrandi framboðshnykkjum

Þróun í starfseminni

Á döfinni á liðnu ári. Hér er stiklað á stóru um nokkra atburði og þróun sem varðar starfsemi LV á árinu.

 • Þróun tryggingafræðilegrar stöðu sameignardeildar

  Tryggingafræðileg staða sameignardeildar var ­5,6% í árslok 2022 samanborið við 3,5% árið áður. Breytingarnar skýrast einkum af lækkandi eignaverði á flestum verð­bréfamörkuðum, aukinni verðbólgu þar sem skuldbindingar sameignardeildar eru að fullu verðtryggðar, réttindabreytingum í tengslum við hækkandi lífaldur sjóðfélaga, hækkun áunninna réttinda og aukin makalífeyrisréttindi. Sjá nánar, m.a. á yfirliti um tryggingafræðilega stöðu sameignardeildar og í skýringu 16 í ársreikningi og í kafla II um lífeyrisafurðir í ársskýrslunni.

 • Samþykktabreytingar – Aðlögun sameignardeildar að hækkandi lífaldri og þróun lífeyrisréttinda

  Um nýliðin áramót tóku gildi umfangsmiklar breytingar á samþykktum LV. Veigamikill þáttur þeirra lítur að því að laga réttindakerfi sameignardeildar að hækkandi lífaldri sjóðfélaga og nýjum viðmiðum við mat á lífaldri. Þá voru gerðar ákveðnar breytingar sem auka sveigjanleika við starfslok og styrkja makalífeyri og framreikningsrétt vegna örorku, auk nokkurra smærri breytinga. Sjá m.a. umfjöllun í kafla II um lífeyrisafurðir
  og í kynningargögnum fyrir ársfund LV 2022 á vef sjóðsins.

 • Einfaldari og skilvirkari afgreiðsla með þróun á stafrænum lausnum

  Áfram var fjárfest í kerfisinnviðum sjóðsins með það að markmiði að einfalda og bæta notendaviðmót og bæta afgreiðslu. Mikill ávinningur náðist þegar greiðslumat var komið á vefinn þar sem umsækjendur geta nú að mestu afgreitt bæði greiðslumat og lánsumsókn hvenær og hvar sem er. Þá minnkaði notkun pappírs umtalsvert og er lánsumsóknarferlið nú að mestu pappírslaust fyrir utan skuldabréfið sjálft. Allar
  umsóknir séreignarsparnaðar eru nú einnig aðgengilegar og afgreiddar gegnum sjóð­félagavef. Stafræn vegferð sjóðsins er í takt við þær væntingar sem sjóðfélagar og fyrirtæki gera til okkar um hraðari, einfaldari og hagkvæmari afgreiðslu erinda.

 • LV fékk viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu 2021

  Í sumar sem leið fékk LV viðurkenningu Festu, Stjórnvísi og Viðskiptaráðs Íslands fyrir sjálfbærniskýrslu. Í umsögn dómnefndar kom m.a. fram að skýrslan sé gott dæmi um upplýsingagjöf sjálfbærniþátta eins og best verður á kosið. Þar sé farið yfir markmið, árangur og aðgerðir sjóðsins. Upplýsingarnar séu mælanlegar, samanburðarhæfar og
  viðeigandi fyrir starfsemi sjóðsins. Framsetning er skiljanleg og aðalatriði dregin fram á einlægan máta. LV heldur áfram á þessari braut og leggur nú aukna áherslu á að samþætta sjálfbærniupplýsingagjöf við aðra umfjöllun í ársskýrslu sjóðsins, byggt á viðmiðum „Integrated Reporting“.

 • Lífeyrisgreiðslur náðu tveimur milljörðum króna á mánuði í september

  Í september 2022 höfðu mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur hækkað um 3,2 milljarða frá áramótum miðað við sama tímabil árinu áður eða sem nemur 24,5%. Hækkunin skýrist meðal annars af 10% aukningu áunninna réttinda og lífeyrisgreiðslna í nóvember 2021.
  Þá eru lífeyrisgreiðslur verðtryggðar miðað við vísitölu neysluverðs og hækkuðu því í takt við verðbólgu.

 • Aukin þjónusta með breytingu á fyrirkomulagi varðandi trúnaðarlækna

  Gerður var samningur við þrjá trúnaðarlækna með aðstöðu á tveimur starfsstöðvum sem sjóðfélagar geta valið um vegna mats um umsókn örorkulífeyris

Laga- og regluumhverfi

Á döfinni á liðnu ári. Hér er stiklað á stóru um nokkra atburði og þróun sem varðar starfsemi LV á árinu.

 • Breyting á lögum um lífeyrissjóði, 15,5% lágmarksiðgjald lögfest, ákvæði um tilgreinda séreign o.fl

  Í janúar 2023 tóku gildi breytingar á lögum um lífeyrissjóði nr. 129/1997, sbr. lög nr. 55/2022, um breytingu á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs (lágmarkstryggingavernd, tilgreind séreign o.fl.). Meðal breytinga má nefna:

  • Lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð hækkar úr 12% í 15,5%.

  • Sjóðfélögum býðst að ráðstafa allt að 3,5% af launum til tilgreindrar séreignar með þrengri útborgunarheimildir en hefðbundinn séreignarsparnaður. Var þegar heimilt skv. samþykktum LV.

  • Séreign af lágmarksiðgjaldi verður ekki lengur undanþegin skerðingu lífeyrisgreiðslna frá Tryggingastofnun eða þátttöku í dvalarkostnaði á stofnun fyrir aldraða og fleira.

  • Sjóðfélaga verður heimilt að ráðstafa tilgreindri séreign skattfrjálst til kaupa á fyrstu fasteign að tilteknum skilyrðum uppfylltum.

  Nánari upplýsingar um fyrirhugaða lagabreytingu á vef Alþingis.

 • Lögfesting frumvarps um auknar heimildir í fjárfestingum í erlendri mynt frestast

  Í október 2022 var lagt fyrir Alþingi í annað sinn stjórnarfrumvarp til breytinga á lögum um lífeyrissjóði nr. 129/1997 sem varðar gjaldmiðlaáhættu og upplýsingagjöf til sjóðfélaga. Þar eru tillögur um að rýmka heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga í erlendri
  mynt. Í sama frumvarpi er mælt fyrir um að lífeyrissjóði beri að veita nýjum sjóðfé­ lögum upplýsingar um helstu réttindi, skipulag og stefnu sjóðsins, auk þess sem bein heimild er veitt til að birta reglubundin yfirlit yfir iðgjöld, lífeyrisréttindi og rekstur á
  aðgangsstýrðu vefsvæði.

 • Frumvarp til laga um lögfestingu reglugerðar ESB sem á að stuðla að sjálfbærum fjárfestingum

  Fyrir Alþingi liggur frumvarp um lögfestingu tveggja ESB­reglugerða sem varða sjálfbærni og starfsumhverfi lífeyrissjóða. Lögfestingin mun hafa umtalsverð bein og óbein áhrif á starfsumhverfi LV. Annars vegar reglugerð um flokkunarkerfi ESB (EU Taxonomy) sem skilgreinir hvað telst sjálfbær atvinnustarfsemi. Markmiðið er að auka gagnsæi í upplýsingagjöf stofnanafjárfesta (t.d. banka, verðbréfasjóða og lífeyrissjóða) og sporna gegn grænþvotti. Reglugerðin tengist einnig öðrum reglum sem varða upplýsingagjöf, áhættustýringu og stýringu eigna með tilliti til sjálfbærni. Hins vegar reglugerð um samræmdar reglur fyrir aðila á fjármálamarkaði, þar með talda lífeyrissjóði og fjármálaráðgjafa, um upplýsingar til endafjárfesta (eiginlegra eigenda) um meðferð sjálfbærniáhættu í eignasöfnum. Hún varðar bæði upplýsingagjöf stofnanafjárfesta sem stýra eignum og ráðgjafa.

Lykiltölur í rekstri

Yfirlit yfir nokkrar lykilstærðir í starfseminni, sjá nánar í skýrslunni og ársreikningi.

Skoða

Árs- og sjálfbærniskýrsla 2022

I. Um starfsemina