Ævileið II

Ævileið II horfir einkum til meðallangs tíma við ávöxtun fjármuna að teknu tilliti til áhættu. Ævileið II hefur heimild til að fjárfesta m.a. í hlutabréfum og skuldabréfum, bæði skráðum og óskráðum, hlutdeildarskírteinum sjóða, innlánum og öðrum fjármálagerningum. Heimilt er að fjárfesta í innlendum og erlendum verðbréfum en hámarksfjárfesting í erlendum verðbréfum er 50% af eignum fjárfestingarleiðarinnar.

Ávöxtun Ævileiðar II var neikvæð um 4,9% á árinu 2022. Þótt ávöxtunin hafi verið neikvæð er hún betri en ávöxtun Ævileiðar I sem skýrist af meira vægi skuldabréfa og minna vægi hlutabréfa. Ávöxtunarframlag er þó svipað og í öðrum fjárfestingarleiðum LV, þ.e. neikvæð ávöxtun hlutabréfa skýra -3,7% af ávöxtun leiðarinnar. Innlend skuldabréf voru með misgóða ávöxtun, jákvæð ávöxtun var í veðskuldabréfum og fasteignatryggðum skuldabréfum á meðan önnur skuldabréf skiluðu neikvæðri ávöxtun.

árleg nafnávöxtun ævileiðar II

Ævileið II er áhættuminna safn en Ævileið I og stefna leiðarinnar er að hlutfall skuldabréfa sé um 75% af safninu á móti 25% vægi hlutabréfa. Líkt og í Ævileið I var dregið úr vægi erlendra hlutabréfa á árinu en á móti bætt við innlendum hluta- og skuldabréfum.