Ævileið III

Áhætta Ævileiðar III er takmörkuð sem næst með samsetningu skuldabréfa og innlána. Markmið safnsins er að varðveita áunna eign en skila um leið jákvæðri raunávöxtun.

Ávöxtun Ævileiðar III var jákvæð sem nemur 1,5% á árinu 2022.

árleg nafnávöxtun ævileiðar III

Ævileið III horfir til meðallangs eða skemmri tíma við ávöxtun fjármuna að teknu tilliti til áhættu. Samkvæmt fjárfestingarstefnu fjárfestir Ævileið III í skuldabréfum, hlutdeildarskírteinum og innlánum. Stefnt er að því að 80% safnsins séu í skuldabréfum og 20% í innlánum eða lausafjársjóðum. Hlutabréf eru ekki hluti af fjárfestingarmengi Ævileiðar III.

Á árinu var dregið úr vægi lauss fjár og ríkisskuldabréfa en í staðinn fjárfest í auknum mæli í sértryggð skuldabréf sem tilheyra eignaflokki 2.