Ævileið I

Fjárfestingarstefna Ævileiðar I heimilar fjárfestingu m.a. í hlutabréfum og skuldabréfum, bæði skráðum og óskráðum, hlutdeildarskírteinum sjóða, innlánum og öðrum fjármálagerningum. Heimilt er að fjárfesta í innlendum og erlendum verðbréfum en hámarksfjárfesting í erlendum verðbréfum er 50% af eignum fjárfestingarleiðarinnar.

Ávöxtun Ævileiðar I var neikvæð á síðasta ári eftir þrjú mjög góð ár. Líkt og í tilfelli samtryggingar skýrist neikvæð ávöxtun að mestu af innlendum og erlendum hlutabréfum sem voru með samsvarandi -3% og 3,7% neikvætt ávöxtunarframlag í heildarávöxtun ársins.

árleg nafnávöxtun ævileiðar I

Samkvæmt fjárfestingarstefnu leiðarinnar er stefnt að því að helmingur safnsins sé í hlutabréfum og helmingur í skuldabréfum. Eins og neðangreind mynd ber með sér var dregið úr vægi erlendra hlutabréfa á árinu en á móti aukið við vægi innlendra hluta- og skuldabréfa.

eignasamsetning ævileiðar I