Nánar um stjórnarhætti LV, hlutverk hans og regluverk stjórnkerfis sjóðsins.
Ítarlega er fjallað um hlutverk LV, stjórnarhætti og einstaka þætti stjórnkerfis sjóðsins, eigin reglur LV og lagareglur í árlegri stjórnarháttayfirlýsingu sjóðsins sem aðgengileg á vef lífeyrissjóðsins og viðauka við skýrslu stjórnar með ársreikningi. Þar er m.a. gerð grein fyrir grundvelli og hlutverki LV.
Einnig er í stjórnarháttaryfirlýsingunni umfjöllun m.t.t. stjórnarhátta um:
- Fjárfestingarstefnu
- Áhættu- og áhættustýringarstefnur
- Mannauðs- og starfskjarastefnur
- Umboðsskyldu
- Stefnu um ábyrgar fjárfestingar
- Siða- og samskiptareglur
- Hluthafastefnu
- Stefnu um jafnlaunavottun
- Mannauðsstefnu
Auk yfirlits yfir ýmis lög og reglugerðir sem varða stjórnskipulag sjóðsins og innri reglur LV.
Þá er umfjöllun um lykilstoðir í stjórnkerfi LV þar sem grein er gerð fyrir hlutverki stjórnar, framkvæmdastjóra, fulltrúaráðs, ársfundar, endurskoðunar, tryggingastærðfræðings og endurskoðunarnefndar. Þá er umfjöllun um áhættustýringu og innra eftirlit með starfsemi sjóðsins.