Skipurit

Skipurit, stjórn og yfirstjórn.

Markmiðið með skipuritinu er að styðja við skilvirkan rekstur og viðskiptalíkan sjóðsins. Skipuritið tekur einnig mið af ákvæðum laga um starfsemi sjóðsins, samþykktum hans og ákvæðum kjarasamnings aðildarfélaga sjóðsins, Félags atvinnurekenda, Samtaka atvinnulífsins og VR.

Svið sjóðsins eru sjö, fimm stoðsvið og tvö svið sem sinna kjarnastarfsemi:

  • Stoðsvið, áhættustýring, lögfræðisvið, upplýsingatæknisvið, fjármálasvið og rekstrarsvið.
  • Kjarnasvið, lífeyrissvið og eignastýringarsvið.

Stjórn er skipuð átta stjórnarmönnum tilnefndum af aðildarfélögum sjóðsins og kjörnum af fulltrúum viðkomandi aðildarfélaga í fulltrúaráði.

Aðildarfélögin skipa jafnframt 50 manna fulltrúaráð sem fundar tvisvar á ári með stjórnendum LV. Fulltrúaráðið fer með atkvæði á ársfundi og greiðir atkvæði um starfskjarastefnu, skipan fulltrúa nefndar um laun stjórnarmanna, tillögur um stjórnarlaun, tillögu stjórnar að endurskoðanda og tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins.

Endurskoðunarnefnd er undirnefnd stjórnar, skipuð tveimur stjórnarmönnum og einum utanaðkomandi aðila.

Innan sjóðsins eru jafnframt starfræktir fjórir fastir starfshópar:

  • Lánanefnd (sjóðfélagalán), í umsjón rekstrarsviðs.
  • Áhættunefnd, í umsjón áhættustýringarsviðs.
  • Nefnd um ábyrgar fjárfestingar, í umsjón eignastýringarsviðs.
  • Fundur eignastýringar með framkvæmdastjóra, í umsjón eignastýringarsviðs.

Ráðgjöf varðandi samþættingu sjálfbærni í starfsemi LV varðandi rekstur, lífeyrisafurðir og eignasöfn, er á lögfræðisviði.

Stjórn

Stjórn LV er skipuð átta stjórnarmönnum, tilnefndum af aðildarsamtökum sjóðsins og kjörnum af fulltrúaráði á ársfundi.

Aðildarfélögin skipa jafnframt 50 manna fulltrúaráð sem fundar tvisvar á ári með stjórnendum LV. Fulltrúaráðið fer með atkvæði á ársfundi og greiðir atkvæði um starfskjarastefnu, skipan fulltrúa nefndar um laun stjórnarmanna, tillögur um stjórnarlaun, tillögu stjórnar að endurskoðanda og tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins.

Endurskoðunarnefnd er undirnefnd stjórnar, skipuð tveimur stjórnarmönnum og einum utanaðkomandi aðila.

  • Tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins

    • Jón Ólafur Halldórsson - formaður
    • Árni Stefánsson
    • Sigrún Helgadóttir
    • Bjarni Már Gylfason - varamaður
  • Tilnefnd af VR

    • Stefán Sveinbjörnsson - varaformaður
    • Bjarni Þór Sigurðsson
    • Helga Ingólfsdóttir
    • Sunna Jóhannsdóttir
    • Fríða Thoroddsen - varamaður
  • Tilnefnd af Félagi atvinnurekenda

    • Guðrún Ragna Garðarsdóttir
    • Páll Rúnar M. Kristjánsson- varamaður

Jón Ólafur Halldórsson, formaður stjórnar

Jón Ólafur er tilnefndur af SA og tók sæti í stjórn í júní 2020. Hann hefur víðtaka reynslu úr atvinnulífinu og sinnir ráðgjafarstörfum ásamt stjórnarstörfum. Hann er formaður stjórnar Samtaka verslunar og þjónustu og situr einnig í stjórn og framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins auk annarra stjórnarstarfa. Starfaði hjá Olís í 27 ár, þar af sem forstjóri í 7 ár.

Jón Ólafur er með B.Sc. í véltæknifræði frá KTH Kaupmannahöfn, MBA með áherslu á fjármál fyrirtækja og MS í stjórnun og stefnumörkun í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og AMP diploma frá IESE í Barcelona.

Stefán Sveinbjörnsson, varaformaður stjórnar

Stefán er tilnefndur af VR og tók sæti í stjórn í ágúst 2019. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri VR frá árinu 2013 og verið í endurskoðunarnefnd sjóðsins frá árinu 2014 að frátöldum árunum 2019-2021. Stefán starfaði áður en hann kom til VR sem rekstrarstjóri Háskólans á Bifröst og var áður forstöðumaður fyrirtækjasviðs Sparisjóðs Mýrasýslu.

Stefán er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík, BSc í viðskiptalögfræði, BSc í viðskiptafræði, diplóma í rekstrarfræðum, próf í verðbréfamiðlun og sveinspróf í rafvirkjun.

Árni Stefánsson

Árni er tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins og tók sæti í stjórn árið 2017. Hann er forstjóri Húsasmiðjunnar ehf. og hefur víðtæka reynslu af fjölbreyttum störfum í atvinnulífinu og erlendu samstarfi. Þá hefur Árni setið í stjórnum fyrirtækja og ýmissa samtaka.

Árni er viðskiptafræðingur og með MBA gráðu með áherslu á alþjóðastjórnun ásamt því að hafa lokið margs kyns viðbótarþjálfun og námskeiðum.

Bjarni Þór Sigurðsson

Bjarni Þór er tilnefndur af VR og tók sæti í stjórn 2019. Hann starfar sem sérfræðingur í húsnæðismálum hjá ASÍ þar sem hann fer fyrir málaflokknum. Hann hefur setið miðstjórn ASÍ og í stjórn VR og var varaformaður félagsins 2013 til 2017.

Bjarni Þór hefur lokið námi í kvikmyndagerð frá CLCF kvikmyndaskólanum í París og BS í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Guðrún Johnsen

Guðrún er tilnefnd af VR og tók sæti í stjórn í ágúst 2019. Hún er lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) þar sem hún stundar rannsóknir og kennslu á sviði fjármála fyrirtækja, fjármála og stjórnarhátta fyrirtækja. Guðrún hefur mikla reynslu af stjórnarstörfum í fjármálageiranum; hún sat m.a. í stjórn Rekstrarfélags MP Banka frá 2007-2009 og var varaformaður stjórnar Arion banka 2010-2017.

Guðrún er með doktorsgráðu í hagfræði frá ENS og meistaragráðu í tölfræði og hagnýtri hagfræði frá University of Michigan.

Guðrún vék úr stjórn sjóðsins að eigin ósk í janúar 2023. Við sæti hennar tók varamaður VR, Sunna Jóhannsdóttir.

Guðrún Ragna Garðarsdóttir

Guðrún er tilnefnd af FA og tók sæti sem aðalmaður í stjórn í mars 2022. Hún er framkvæmdastjóri Atlantsolíu og hefur stýrt því fyrirtæki frá 2008. Áður starfaði hún við fjármálastjórn í sama fyrirtæki og hjá heildverslun.

Guðrún hefur setið í stjórn FA síðan 2019 og verið formaður félagsins frá 2021. Hún er menntaður viðskiptafræðingur með cand. oecon frá HÍ auk þess að hafa lokið meistaraprófi frá EADA, Barcelona í alþjóðafjármálum og MBA frá HÍ.

Helga Ingólfsdóttir

Helga er tilnefnd af VR og tók sæti í stjórn í ágúst 2019. Hún starfar við bókhald og verkefnastjórnun. Hún hefur langa reynslu af sveitarstjórnarmálum sem kjörinn fulltrúi og er jafnframt stjórnarmaður í VR og fulltrúi Landssambands íslenskra verslunarmanna í miðstjórn ASÍ. Áður starfaði Helga m.a. við rekstur eigin fyrirtækis og sem framkvæmdastjóri fyrir erlent fyrirtæki með starfsstöð á Íslandi.

Helga er viðurkenndur bókari og hefur lokið rekstrar- og viðskiptanámi frá EHÍ.

Sigrún Helgadóttir

Sigrún er tilnefnd af SA og tók sæti í stjórn í september 2021. Hún er framkvæmdastjóri Norðuráls á Grundartanga. Sigrún hefur víðtæka stjórnunarreynslu úr fjármálageiranum en áður en hún hóf störf hjá Norðuráli starfaði hún m.a. hjá Kaupþingi, Kauphöllinni í Osló og Verðbréfaþingi Íslands, nú Nasdaq Ísland.

Sigrún er með cand. oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Norwegian School of Management (BI).

Stjórnendur og starfsfólk

Yfirstjórn sjóðsins eru skipuð framkvæmdastjóra og forstöðumönnum sem veita sjö sviðum sjóðsins forstöðu.

Guðmundur Þ. Þórhallsson framkvæmdastjóri

Hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra frá árinu 2009. Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur, mótar og innleiðir langtímaáherslur í stefnum sjóðsins og samræmir og samþættir helstu aðgerðir hans.

Guðmundur er menntaður viðskiptafræðingur með cand. oecon gráðu frá Háskóla Íslands. Hann starfaði áður við eignastýringu lífeyrissjóðsins frá 1997 og á fjármálamarkaði frá 1988.

Tómas Njáll Möller forstöðumaður lögfræðisviðs

Gekk til liðs við LV 2008. Lögfræðisvið veitir stjórn, framkvæmdastjóra og sviðum sjóðsins lögfræðiráðgjöf og vinnur að margþættum viðfangsefnum og hagsmunagæslu. Veitir ráðgjöf varðandi stjórnarhætti og hefur umsjón með samþættingu sjálfbærni í starfseminni. Á sviðinu starfa þrír lögfræðingar.

Tómas er lögfræðingur, með lögmannsréttindi. Hann hefur m.a. sótt viðbótarmenntun á sviði stjórnunar, stjórnarhátta, verðbréfaviðskipta, sem og aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga og sjálfbærni í rekstri fyrirtækja. Hann hefur áralanga starfsreynslu úr stjórnsýslunnar, fastanefnd Íslands gagnvart ESB í Brussel, banka og lífeyrissjóðum.

Arne Vagn Olsen forstöðumaður eignastýringar

Gekk til liðs við LV 2018. Eignastýring hefur með höndum daglega stýringu eignasafna sjóðsins, þ.m.t. greining markaða, fjárfestingarkosta og ákvarðanir um viðskipti auk samskipta við innlenda og erlenda markaðsaðila og útgefendur fjármálagerninga. Á sviðinu eru átta starfsmenn.

Arne Vagn er menntaður sjávarútvegsfræðingur með MBA frá Copenhagen Business School auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaréttindum.Hann hefur starfað á fjármálamarkaði frá 1999.

Margrét Kristinsdóttir forstöðumaður lífeyrissviðs

Gekk til liðs við LV 1995. Lífeyrissvið annast lífeyrisráðgjöf, mótar og innleiðir þróun lífeyrisafurða og úrskurð lífeyris. Séreignardeildir sjóðsins eru hluti af lífeyrissviði. Á sviðinu starfa sex starfsmenn, auk þriggja trúnaðarlækna.

Margrét er með meistaragráðu í rekstrahagfræði frá Universität Trier í Þýskalandi auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaréttindum. Áður en hún kom til LV starfaði hún sem framkvæmdastjóri fyrirtækis á neytendamarkaði.

Magnús Helgason forstöðumaður áhættustýringar

Gekk til liðs við LV 2015. Áhættustýring mótar og innleiðir áhættu- og áhættustýringarstefnu sjóðsins, framkvæmir áhættumat og greiningar og kemur að mótun og framkvæmd eftirlitskerfis sjóðsins. Í áhættustýringu starfa þrír starfsmenn.

Magnús er menntaður tölvunarfræðingur og með meistaragráðu í fjármálum og fjárfestingum auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaréttindum. Hann hefur starfað við áhættustýringu í fjármálakerfinu síðan 2010.

Valgarður I. Sverrisson forstöðumaður fjármálasviðs

Gekk til liðs við LV 1986. Fjármálasvið ber m.a. ábyrgð á fjárhagsbókhaldi, miðvinnslu og greiðslu reikninga og kemur að gerð ársreiknings. Á fjármálasviði eru fimm starfsmenn.

Valgarður er með meistaragráðu í rekstrarhagfræði (MBA) frá McGill University Montreal auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaréttindum.

Haraldur Arason forstöðumaður upplýsingatæknisviðs

Gekk til liðs við LV 1986. Upplýsingatæknisvið þróar upplýsingakerfi sjóðsins, hefur umsjón með útvistun, notendaþjónustu og rekstri tölvukerfa. Á sviðinu eru sjö starfsmenn.

Haraldur er menntaður tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands og starfaði við rekstur tölvukerfa áður en hann hóf störf hjá sjóðnum.

Hildur Hörn Daðadóttir forstöðumaður rekstrarsviðs

Gekk til liðs við LV 2021. Rekstrarsvið annast innri og ytri þjónustu. Á sviðinu eru 26 starfsmenn í sex deildum: gæðastjórn, mannauður, þjónustuver, kynningar og markaðsstarf, skráning iðgjalda og lánadeild.

Hildur Hörn er með BS í Hótelstjórnun frá UNLV í Bandaríkjunum og MBA í alþjóðastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík ásamt því að hafa lokið námskeiði á sviði sjálfbærni í rekstri frá University of Oxford. Hún hefur reynslu af fjölbreyttum störfum úr ýmsum atvinnugeirum þó lengst af hjá fjármálamörkuðum.

  • Hér er að finna yfirlit yfir stefnur og reglur LV sem varða þætti í starfsemi sjóðsins sem lúta beint eða óbeint að stjórnarháttum hans. Listinn er til upplýsinga en þarf ekki að vera tæmandi. Upplýsingar um tengt efni er jafnframt að finna á vef sjóðsins.