Markmiðið með skipuritinu er að styðja við skilvirkan rekstur og viðskiptalíkan sjóðsins. Skipuritið tekur einnig mið af ákvæðum laga um starfsemi sjóðsins, samþykktum hans og ákvæðum kjarasamnings aðildarfélaga sjóðsins, Félags atvinnurekenda, Samtaka atvinnulífsins og VR.
Svið sjóðsins eru sjö, fimm stoðsvið og tvö svið sem sinna kjarnastarfsemi:
- Stoðsvið, áhættustýring, lögfræðisvið, upplýsingatæknisvið, fjármálasvið og rekstrarsvið.
- Kjarnasvið, lífeyrissvið og eignastýringarsvið.
Stjórn er skipuð átta stjórnarmönnum tilnefndum af aðildarfélögum sjóðsins og kjörnum af fulltrúum viðkomandi aðildarfélaga í fulltrúaráði.
Aðildarfélögin skipa jafnframt 50 manna fulltrúaráð sem fundar tvisvar á ári með stjórnendum LV. Fulltrúaráðið fer með atkvæði á ársfundi og greiðir atkvæði um starfskjarastefnu, skipan fulltrúa nefndar um laun stjórnarmanna, tillögur um stjórnarlaun, tillögu stjórnar að endurskoðanda og tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins.
Endurskoðunarnefnd er undirnefnd stjórnar, skipuð tveimur stjórnarmönnum og einum utanaðkomandi aðila.
Innan sjóðsins eru jafnframt starfræktir fjórir fastir starfshópar:
- Lánanefnd (sjóðfélagalán), í umsjón rekstrarsviðs.
- Áhættunefnd, í umsjón áhættustýringarsviðs.
- Nefnd um ábyrgar fjárfestingar, í umsjón eignastýringarsviðs.
- Fundur eignastýringar með framkvæmdastjóra, í umsjón eignastýringarsviðs.
Ráðgjöf varðandi samþættingu sjálfbærni í starfsemi LV varðandi rekstur, lífeyrisafurðir og eignasöfn, er á lögfræðisviði.