Í rekstri er mikilvægt að hafa vel skilgreint hlutverk, framtíðarsýn og áætlun um að fylgja henni eftir. Hér er gerð grein fyrir hlutverki LV og framtíðarsýn. Gerð er grein fyrir nokkrum lykiltölum og horft til nokkurra mikilvægra þátta í starfsemi lífeyrissjóðsins.
Hlutverk
Hlutverk LV er að tryggja sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum lífeyri í samræmi nánari reglur í samþykktum sjóðsins. Áhersla er lögð á að vinna vel í þágu sjóðfélaga og sinna kjarnastarfsemi sjóðsins af kostgæfni. Í því er fólgið að
- taka við iðgjöldum til öflunar lífeyrisréttinda og framlagi í almenna og tilgreinda séreign.
- varðveita og ávaxta eignasöfn sjóðsins.
- greiða út lífeyri í samræmi við lög, reglur og samþykktir.
- mæta óskum sjóðfélaga um þróun vöru og þjónustuþátta, svo sem varðandi ráðgjöf, mismunandi ávöxtunarleiðir fyrir séreign og sjóðfélagalán.