Stefnumótandi áherslur

Í rekstri er mikilvægt að hafa vel skilgreint hlutverk, framtíðarsýn og áætlun um að fylgja henni eftir. Hér er gerð grein fyrir hlutverki LV og framtíðarsýn. Gerð er grein fyrir nokkrum lykiltölum og horft til nokkurra mikilvægra þátta í starfsemi lífeyrissjóðsins.

Hlutverk

Hlutverk LV er að tryggja sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum lífeyri í samræmi nánari reglur í samþykktum sjóðsins. Áhersla er lögð á að vinna vel í þágu sjóðfélaga og sinna kjarnastarfsemi sjóðsins af kostgæfni. Í því er fólgið að

 • taka við iðgjöldum til öflunar lífeyrisréttinda og framlagi í almenna og tilgreinda séreign.
 • varðveita og ávaxta eignasöfn sjóðsins.
 • greiða út lífeyri í samræmi við lög, reglur og samþykktir.
 • mæta óskum sjóðfélaga um þróun vöru og þjónustuþátta, svo sem varðandi ráðgjöf, mismunandi ávöxtunarleiðir fyrir séreign og sjóðfélagalán.

Gildi

Stefnumótun LV og framtíðarsýn byggir á og styðst við grunngildi sjóðsins. Eftirfylgni felst í raunhæfri markmiðasetningu og hvatningu til starfsmanna.

 • Ábyrgð

  Með ábyrgð er lögð áhersla á fagmennsku, áræði og samviskusemi.

  Þetta birtist m.a. í vandaðri áhættustýringu, eftirfylgni með fyrirtækjum sem fjárfest er í og áherslu á góða stjórnarhætti.

  Til grundvallar þurfa að liggja vönduð vinnubrögð, hæft starfsfólk og skýr skilaboð frá stjórn um ábyrg vinnubrögð.

 • Umhyggja

  Með umhyggju er lögð áhersla á heilindi og ráðvendi sem birtist m.a. í frumkvæði í þjónustu og góðu viðmóti.

  Lögð er áhersla á að virkja og hvetja starfsfólk í starfi og að vera þátttakendur í stefnumótun og markmiðasetningu sjóðsins.

 • Árangur

  Með árangri er áhersla lögð á að keppa að settum markmiðum og skila góðu starfi við stjórnun og í öðrum störfum fyrir sjóðinn.

  Þessi markmið birtast m.a. í áherslum á skilvirkni, arðsemi, stöðugleika í rekstri, starfsánægju, opna stjórnarhætti og vilja til að veita sjóðfélögum á öllum aldri góða þjónustu.

Framtíðarsýn

Stjórn LV hefur markað sjóðnum framtíðarsýn til ársins 2030, sem er afrakstur stefnumótunar í víðtæku samstarfi stjórnar, stjórnenda og annars starfsfólks sjóðsins.

 • LV er eftirsóknarverður og leiðandi lífeyrissjóður sem byggir upp trausta fjárhagslega framtíð sjóðfélaga við starfslok og tryggingar vegna örorku og við fráfall sjóðfélaga.
 • Lífeyrissjóðurinn veitir traustar og áreiðanlegar upplýsingar sem miðast við þarfir sjóðfélaga á hverjum tíma.
 • Áhersla er lögð á að ávaxta fjármuni sjóðfélaga með gagnsæjum og ábyrgum hætti, með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.
 • Sjóðurinn er fyrirmyndar vinnustaður skipaður öflugri liðsheild sem býr yfir góðri þekkingu, reynslu og hæfni.

Lykilhlutverk

Starfsemi LV byggir á sex meginstoðum með lykilhlutverk í starfseminni:

Leiðarljós

Til að sinna sem best hlutverki lífeyrissjóðsins, styðja við farsælan rekstur og framvindu stefnu sjóðsins, fylgir hann fimm mikilvægum leiðarljósum.

Leiðarljósin eru þemu stefnu LV, umbreytt í verkefni og áherslur sem unnið er að með markvissum hætti í daglegum störfum sjóðsins. Afrakstur stefnumótunarinnar hefur þegar birst í ýmsum verkefnum og það er eindreginn ásetningur stjórnar, framkvæmdastjóra og alls starfsfólks að áfram verði unnið að innleiðingu hennar af krafti.

Sjálfbærniskýrsla LV gegnir veigamiklu hlutverki í að upplýsa og fræða sjóðfélaga og aðra haghafa LV um þá vegferð.

Þetta er Lífeyrissjóður verzlunarmanna

Lykilupplýsingar um starfsemi sjóðsins 2021

Skoða nánar
 • Um

  178661
  Sjóðfélagar
 • Lífeyrisgreiðslur

  219
  milljarðar
 • Lífeyrisiðgjöld

  385
  milljarðar

  í sameign 36.1 milljarður

  í séreign 2,4 milljarðar

Sjálfbærniskýrsla

Inngangur

Sjálfbærniskýrsla

Viðskiptalíkan