Við vinnum markvisst að því að auka upplýsingaflæði og fræðslu til sjóðfélaga. Lífeyrissjóður verzlunarmanna kemur upplýsingum á framfæri við sjóðfélaga eftir ýmsum leiðum. Vefur sjóðsins, live.is, er miðstöð upplýsingagjafar okkar. Þar má nálgast upplýsingar, fréttir og fróðleik á auðveldan hátt. Einnig má skrá sig í áskrift á póstlista sjóðsins á live.is Áskrifendur póstlistans fá með tölvupósti upplýsingar um helstu nýmæli í starfsemi sjóðsins, auk þess að fræðast um réttindi sjóðfélaga LV.
Sjóðurinn starfrækir þjónustuver þar sem hægt er að fá þjónustu á skrifstofu sjóðsins, í síma, tölvupósti eða netspjalli. LV leggur áherslu á að veita sjóðfélögum persónulega þjónustu og beinan aðgang að starfsfólki vegna ráðgjafar og tengdrar þjónustu.
Aukin áhersla er nú lögð á þróun upplýsingamiðlunar, meðal annars starfrænna lausna. Viðhorf sjóðfélaga eru könnuð reglulega og upplýsingum miðlað í ársskýrslu, sjálfbærniskýrslu og ársreikningi.
Ársfundir sjóðsins er vettvangur ítarlegrar upplýsingamiðlunar um afkomu liðins árs. Allir sjóðfélagar hafa rétt til setu á fundinum og er hann auglýstur í helstu fjölmiðlum. Sjóðurinn nýtir einnig samfélagsmiðla og sendir sjóðfélögum tvisvar á ári yfirlit yfir réttindi og greidd iðgjöld.
Sjóðfélagavefur
- Sjóðfélagavefurinn mitt.live.is veitir sjóðfélaga beinan aðgang að upplýsingum um lífeyrisréttindi sín, séreignarsparnað, greidd iðgjöld og stöðu lána.
- Á sjóðfélagavefnum er einnig hægt að nýta sér lífeyrisreiknivél til að kanna réttindi og réttindasöfnun miðað við breytilegar forsendur.
- Á sjóðfélagavefnum er áætlun um réttindi viðkomandi og hver lífeyrir gæti orðið við starfslok.
- Á sjóðfélagavefnum er hægt að sækja upplýsingar um réttindi hjá öðrum sjóðum gegnum Lífeyrisgáttina, lifeyrisgattin.is, sameiginlega upplýsingamiðlun lífeyrissjóða á Íslandi.