Þjónusta við sjóðfélaga

Lán til sjóðfélaga

Allt frá stofnun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna árið 1956 hafa lánveitingar til sjóðfélaga verið þáttur í starfsemi sjóðsins. Þannig hefur sjóðurinn frá upphafi verið virkur þátttakandi í fjármögnun fasteigna sjóðfélaga. Auk beinna lánveitinga til sjóðfélaga hefur sjóðurinn fjármagnað óbeint fasteignakaup sjóðfélaga með kaupum á ríkistryggðum skuldabréfum, til að mynda skuldabréfum Íbúðalánasjóðs. Nú er LV virkur kaupandi sértryggðra skuldabréfa sem nýtt eru til fjármögnunar á fasteignalánum viðskiptabankanna.

Sjóðfélagalán lífeyrissjóðsins falla undir lög um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016. Samkvæmt lögunum er krafa um aukna upplýsingamiðlun til lántakenda og strangari kröfur um mat á greiðslugetu og lánshæfi þeirra til þess að stuðla að ábyrgum lánveitingum.

  • Val er um tvennskonar verðtryggð lán:

    • Fastir vextir út lánstímann. Lán geta bæði verið með jöfnum greiðslum og jöfnum afborgunum af höfuðstól.
    • Fastir vextir í 60 mánuði. Í boði eru bæði lán með jöfnum greiðslum og jöfnum afborgunum af höfuðstól.
    • Vextir eru ákvarðaðir af stjórn sjóðsins samkvæmt lánareglum sjóðsins.
  • Val er um tvennskonar óverðtryggð lán:

    • Fastir vextir í 36 mánuði. Í boði eru bæði lán með jöfnum greiðslum og jöfnum afborgunum af höfuðstól.
    • Breytilegir vextir. Í boði eru bæði lán með jöfnum greiðslum og jöfnum afborgunum af höfuðstól.
    • Stjórn sjóðsins tekur ákvörðun um vexti samkvæmt lánareglum sjóðsins.
    • Það er einfalt og skilvirkt að fara í gegnum lánsumsókn gegnum rafrænt greiðslumat.
    • Innskráning fer fram með rafrænum skilríkjum sem eykur öryggi í samskiptum.
    • Með upplýstu samþykki þínu sækjum við öll gögn sem nauðsynleg eru til að hefja úrvinnslu umsóknarinnar.
Skipting nýrra sjóðfélagalánaVerðtryggð lán - Fastir vextirVerðtryggð lán - Breytilegir vextirÓverðtryggð lán
Fjárhæð í miljónum króna5609.17410.643
Fjöldi lána21372487
Meðalfjárhæð26,724,721,9

Útistandandi lán

Útistandandi lán til sjóðfélaga námu 86.907 milljónum í árslok 2021 eða um 7,2% af heildareignum samanborið við 95.686 milljónum eða um 9,4% af eignum í árslok 2020.

  • Afgreidd lán 2021

    20377
    í milljónum króna

    880 lánveitingar á árinu

    Meðalfjárháð lána 23,3 mkr.

    Heildarfjöldi útistandandi lána 6038

    Meðalfjárháð útistandandi lána 14,4 mkr.

  • Afgreidd lán 2020

    28722
    í millónum króna

    1365 lánveitingar á árinu

    Meðalfjárhæð lána 21 mkr.

    Heildarfjöldi útistandandi lána 6839

    Meðalfjárháð útistandandi lána 14 mkr.

LV leggur áherslur á að veita glöggar upplýsingar um uppbyggingu og töku lífeyris á vef sjóðsins.

Upplýsingamiðlun og ráðgjöf

Við vinnum markvisst að því að auka upplýsingaflæði og fræðslu til sjóðfélaga. Lífeyrissjóður verzlunarmanna kemur upplýsingum á framfæri við sjóðfélaga eftir ýmsum leiðum. Vefur sjóðsins, live.is, er miðstöð upplýsingagjafar okkar. Þar má nálgast upplýsingar, fréttir og fróðleik á auðveldan hátt. Einnig má skrá sig í áskrift á póstlista sjóðsins á live.is Áskrifendur póstlistans fá með tölvupósti upplýsingar um helstu nýmæli í starfsemi sjóðsins, auk þess að fræðast um réttindi sjóðfélaga LV.

Sjóðurinn starfrækir þjónustuver þar sem hægt er að fá þjónustu á skrifstofu sjóðsins, í síma, tölvupósti eða netspjalli. LV leggur áherslu á að veita sjóðfélögum persónulega þjónustu og beinan aðgang að starfsfólki vegna ráðgjafar og tengdrar þjónustu.

Aukin áhersla er nú lögð á þróun upplýsingamiðlunar, meðal annars starfrænna lausna. Viðhorf sjóðfélaga eru könnuð reglulega og upplýsingum miðlað í ársskýrslu, sjálfbærniskýrslu og ársreikningi.

Ársfundir sjóðsins er vettvangur ítarlegrar upplýsingamiðlunar um afkomu liðins árs. Allir sjóðfélagar hafa rétt til setu á fundinum og er hann auglýstur í helstu fjölmiðlum. Sjóðurinn nýtir einnig samfélagsmiðla og sendir sjóðfélögum tvisvar á ári yfirlit yfir réttindi og greidd iðgjöld.

Sjóðfélagavefur

  • Sjóðfélagavefurinn mitt.live.is veitir sjóðfélaga beinan aðgang að upplýsingum um lífeyrisréttindi sín, séreignarsparnað, greidd iðgjöld og stöðu lána.
  • Á sjóðfélagavefnum er einnig hægt að nýta sér lífeyrisreiknivél til að kanna réttindi og réttindasöfnun miðað við breytilegar forsendur.
  • Á sjóðfélagavefnum er áætlun um réttindi viðkomandi og hver lífeyrir gæti orðið við starfslok.
  • Á sjóðfélagavefnum er hægt að sækja upplýsingar um réttindi hjá öðrum sjóðum gegnum Lífeyrisgáttina, lifeyrisgattin.is, sameiginlega upplýsingamiðlun lífeyrissjóða á Íslandi.
  • Símtöl

    21344
  • Heimsóknir á live.is

    157803
  • og á sjóðfélagavef

    97458

Ársskýrsla

Lífeyrir

Ársskýrsla

Áhættustýring