Umsýsla eignasafna og sjálfbærni

Um sjálfbærni í eignasöfnum

LV er langtímafjárfestir sem hefur að höfuðmarkmiði að hámarka ávöxtun að teknu tilliti til áhættu sem hámarkar réttindi sjóðfélaganna. Lífeyrissjóðurinn telur það ábyrga langtímafjárfestingu að fjárfesta í fjármálagerningum sem gefnir eru út af fyrirtækjum, opinberum aðilum og öðrum útgefendum sem byggja starfsemi sína á sjálfbærum grundvelli. LV leggur áherslu á að eignasöfn sjóðsins samanstandi af fjármálagerningum útgefenda sem viðhafa góða stjórnarhætti og byggja á viðskiptalíkönum þar sem áhersla er lögð á sjálfbæra verðmætasköpun

Með sjálfbærni í rekstri fyrirtækja er hér vísað til þriggja grunnstoða sjálfbærni, þ.e. jafnvægis milli efnahagslegrar hagsældar, samfélagslegrar velsældar og ábyrgrar nýtingar náttúruauðlinda samfélags. Sjálfbærni felst m.a. í því að samfélagið geti þróast og uppfyllt þarfir samtímans án þess að rýra möguleika komandi kynslóða til að uppfylla sínar þarfir.

Stefna um ábyrgar fjárfestingar

LV setti sér stefnu um ábyrgar fjárfestingar á sl. ári þar sem fram kemur að fjárfestingarkostir og stýring eignasafna LV byggi á sjálfbærnisjónarmiðum byggðum á greiningu umhverfisþátta, félagslegra þátta og stjórnarhátta, skammstafað UFS, í samræmi við viðurkennd viðmið. Stefnan festir í sessi þær kröfur sem sjóðurinn gerir þegar kemur að aðferðarfræði ábyrgra fjárfestinga. Í því fellst að sjóðurinn

  • setur sér stefnu um málefnið.
  • mælir árangur.
  • upplýsir um framvindu og árangur.

Meginmarkmið stefnunnar er að auka áherslu á sjálfbærar fjárfestingar og samþætta aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga við hefðbundna greiningu fjárfestingakosta og aðferðarfræði við samval verðbréfa.

Í því felst m.a að;

  • leggja áherslu á fjárfestingakosti sem styðja við ábyrga langtímaávöxtun að teknu tilliti til áhættu
  • hafa uppbyggileg og virðisaukandi áhrif á útgefendur fjármálagerninga sem fjárfest er í
  • greina og sneiða hjá atvinnugreinum og fyrirtækjum sem LV forðast að sækja ávöxtun til vegna eðlis atvinnugreinar eða rekstrar viðkomandi fyrirtækis
  • styðja við virka og árangursríka áhættustýringu

Stefnan nær til allra eignasafna og tekur bæði til fjárfestingarferils og eigendahlutverks LV.

Aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga er byggð á skilgreiningu „Principles for Responsible Investment (PRI)“, þ.e. stýring eignasafna með tilliti til umhverfisþátta, félagslegra þátta og stjórnarhátta, bæði hvað varðar

  • fjárfestingarákvarðanir og uppbyggingu eignasafna
  • eigendahlutverks, m.a. þar sem LV er hluthafi eða skuldabréfaeigandi

Aðferðafræði, sem LV lítur til við framkvæmd ábyrgra fjárfestinga, má sjá í töflunni hér að neðan. Val aðferða fer eftir eðli fjárfestingar, m.a. eignaflokki, landsvæði og hvort um beint eignarhald sé að ræða eða fjárfestingu í gegnum þriðja aðila.

Eftirfarandi aðferðir eiga einkum við um beinar fjárfestingar LV en eru einnig hafðar til hliðsjónar við fjárfestingu í sjóðum og þar sem gerðir eru eignastýringarsamningar við þriðja aðila.

Stýring eignasafna út frá UFS

UFS greining er hluti af fjárfestingarferli LV og litið er m.a. til þriggja aðferða

  • Samþætting

    Skipuleg beiting UFS greiningar í fjárfestingarferli og stýringu eignasafna til viðbótar við hefðbundna fjármálagreiningu

  • Skimun

    Formleg skimun fjárfestingarkosta m.t.t. tiltekinna UFS viðmiða. Skimun getur verið jákvæð þ.e fjárfest í útgefenda byggt á viðmiðum, eða neikvæð, þ.e. útgefandi er útilokaður eða seldur

  • Þema og áhrifafjárfestingar

    Val á fjárfestingarkostum sem stuðla að ákveðnum jákvæðum markmiðum innan umhverfis- eða félagslegra viðmiða auk þess að skila fjárhagslegum ábata

Framkvæmd hluthafastefnu út frá UFS

LV sinnir umboðsskydu sinni gagnvart útgefendum fjármálagerninga í eignasafni sjóðsins til að stuðla að sjálfbærni í rekstri þeirra.

  • Virkt eignarhald

    Samtal við útgefendur fjármálagerninga og eftirfylgni áherslna LV varðandi efnislega þýðingamikla UFS þætti. Þannig stuðlar sjóðurinn að því að UFS málefni séu tekin á dagskrá og upplýst til fjárfesta. Ýmis beitir Lv sér einn eða í samvinnu við aðra fjárfesta.

  • Upplýsingagjöf og gagnsæi

    Opin upplýsingagjöf um ráðstöfun atkvæða á hluthafafundum þar sem greidd eru atkvæði um UFS tengd málefni.

Stefna um útiloknir í eignasöfnum

Samhliða stefnu um ábyrgar fjárfestingar gaf LV út stefnu um útilokun fjárfestingakosta í eignasöfnum sjóðsins með tilliti til ábyrgar fjárfestinga.

Stefnan nær til allra eignasafna sjóðsins. Hún lýsir aðferðarfræði LV við útilokun tiltekinna fyrirtækja og er meðal annars litið til fyrirmynda frá leiðandi lífeyrissjóðum á Norðurlöndum.

Markmiðið er að útiloka að hluta eða að fullu fjárfestingar í tiltekinni starfsemi sem samræmist ekki skilgreindum viðmiðum.

LV útilokar þannig verðbréf úr eignasafni sínu séu þau gefin út af fyrirtæki eða opinberum aðila sem hefur tekjur af tiltekinni starfsemi eða gerist brotlegur við ákvæði tiltekinna alþjóðasáttmála.

Meðal starfsþátta sem útilokaðir eru úr eignasöfnum LV eru

  • framleiðendur tóbaks.
  • framleiðendur umdeildra vopna.
  • tilteknir flokkar jarðefnaeldsneytis.
  • útgefendur sem fylgja ekki meginreglum UN Global Compact, sem byggir á tilteknum alþjóðasamningum.

Sjóðurinn hefur nú þegar sett alls 138 fyrirtæki á útilokunarlista.

Þegar hafa verið seldar eignir að virði rúmlega þriggja milljarða króna úr eignasöfnum LV vegna útilokunarinnar. Ástæðan er að starfsemi fyrirtækjanna uppfyllir ekki skilyrði um sjálfbærni og ábyrgar fjárfestingar samkvæmt nýrri heildarstefnu stjórnar LV um ábyrgar fjárfestingar.

LV leggur áherslu á aukið gagnsæi í upplýsingamiðlun. Sem liður í því að fylgja eftir stefnu LV um ábyrgar fjárfestingar og virkt eignahald mun LV að minnsta kosti árlega birta opinberlega, á vef sjóðsins, heildarlista um eftirtalda þætti:

  • Allar eignir sjóðsins, þ.m.t. öll hlutabréf, skuldabréf og hlutdeildarskírteini.
  • Útgefendur sem LV telur hafa brotið í bága við stefnu þessa og hefur leitt til samskipta LV við útgefenda Stefna um ábyrgar fjárfestingar.
  • Fyrirtæki sem LV hefur útilokað sem fjárfestingarkost og ástæður þess.
  • Beitingu atkvæðaréttar LV á hluthafafundum innlendra hlutafélaga.

Fjárfestingar í hreinni orkuframleiðslu

LV hefur sett sér markmið um að fjárfesta fyrir 150 milljarða króna í hreinni orkuframleiðslu og loftslagstengdum verkefnum fyrir árið 2030.

Markmiðið tengist m.a. aðild sjóðsins að samstarfi á vettvangi CIC, „Climate Investment Coalition“. Þessi nýju markmið eru til viðbótar 30 milljörðum króna sem LV hefur þegar fjárfest í slíkum verkefnum.

Þátttaka LV er liður í auknum áherslum lífeyrissjóðsins á ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar. Hún er í samræmi við stefnu lífeyrissjóðsins um ábyrgar fjárfestingar og stefnu um útilokun í eignasöfnum LV.

Með þátttöku LV í CIC vill LV styðja við markmið Parísarsáttmálans frá árinu 2015 um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.

Framvinda áherslumarkmiða og verkefna varðandi sjálbærni í eignasöfnum

Í sjálfbærniskýrslu LV fyrir árið 2020 voru kynnt nokkur áherslumarkmið og aðgerðir varðandi þróun eignastýringar og eignasafna LV á árinu 2021 með skírskotun til heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun. Verkefnin taka einnig mið af stefnumótun LV til 2030, áherslum varðandi stefnumiðaða sjálfbærni og stefnu LV um ábyrgar fjárfestingar.

  • Í kafla um samfélagsábyrgð framar í skýrslunni er gerð grein fyrir framvindu verkefna áherslumarkmiðanna á árinu 2021. Almennt gekk vel að vinna að settu markmiði þó einhverjum verkefnum sé ólokið. Að þeim er unnið áfram á þessu ári.
  • Í sama kafla eru sett uppfærð áherslumarkmið og aðgerðir/verkefni skilgreind til að vinna að framkvæmd þeirra. Unnið veður að þessum markmiðum á árinu 2022 og áfram.

Sjálfbærniskýrsla

Lífeyrisafurðir

Sjálfbærniskýrsla

Lagakröfur og umboðsskylda